Sorgleg frétt.

Mér brá illilega í brún þegar ég sá TV2 News hér í Danmörku í dag og frétt frá Íslandi birtist á skjánum. Óeirðir á Íslandi. Sorglegt að sjá.

Gat það verið að þetta væri frétt frá heimalandi mínu? Jú þetta var rétt og á eftir kom viðtal við sendiherra dana á Íslandi þar sem hann sagði að íslendingar krefjast afsagnar Geirs og Davíðs. Þetta eru líka spurningar sem maður fær hérna um hvort önnur lönd eigi að leggja fram hjálp ef sömu menn sem stjórnað hafa landinu eigi að taka á móti þeim peningunum. Ég á erfitt með að sjá þetta gerast hérna í Danmörku. Hér myndu menn segja af sér og ef ekki yrðu þeir pressaðir til þess eða hreinlega reknir. Alveg ótrúlegt finnst manni. Það er líka svo sorglegt að sjá reíðina og heiftina í fólki en við höfum líka fengið að sjá friðsamlega mótmælafundi sem betur fer.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband