Alveg er þetta sorglegt.

Alveg er þetta óskiljanlegt og sorglegt að Valhöll skuli brenna nákvæmlega sama dag eins og 1970 sem ég man svo rosalega vel eftir. Hafði kveikt á útvarpinu og hélt á litlu dóttur minni í fanginu sem er að verða 40 ára í dag og heyrði þær sorgarfréttir um brunann. Ótrúlegt.
mbl.is Saga Hótels Valhallar löng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgleg frétt.

Mér brá illilega í brún þegar ég sá TV2 News hér í Danmörku í dag og frétt frá Íslandi birtist á skjánum. Óeirðir á Íslandi. Sorglegt að sjá.

Gat það verið að þetta væri frétt frá heimalandi mínu? Jú þetta var rétt og á eftir kom viðtal við sendiherra dana á Íslandi þar sem hann sagði að íslendingar krefjast afsagnar Geirs og Davíðs. Þetta eru líka spurningar sem maður fær hérna um hvort önnur lönd eigi að leggja fram hjálp ef sömu menn sem stjórnað hafa landinu eigi að taka á móti þeim peningunum. Ég á erfitt með að sjá þetta gerast hérna í Danmörku. Hér myndu menn segja af sér og ef ekki yrðu þeir pressaðir til þess eða hreinlega reknir. Alveg ótrúlegt finnst manni. Það er líka svo sorglegt að sjá reíðina og heiftina í fólki en við höfum líka fengið að sjá friðsamlega mótmælafundi sem betur fer.

 


Af hverju ekki barna söngvakeppni á Íslandi?

Hér í Danmörku var haldin barna evrovision á laugardaginn. Eftir úrslitin var sagt frá aðalkeppninni milli norðurlandanna Noregur,Svíþjóð Finnland og Danmörk. Ekki Ísland og af hverju? Við sem erum fremmst í öllu fyrstir með svo margt og stærstir með allt mögulegt miðað við höfðatölu erum við sammt ekki með! Ég er sannfærð um að íslendingar eiga fullt af efnilegum börnum sem gætu tekið þátt í þvílíkri keppni. Er það af því þetta eru börn?  


Af hverju úr landi?

Sorglegt að lesa um Mark Cumara sem á að fara úr landi frá fjölskyldu sinni. Þetta sér maður mörg dæmi um hér í Danmörku og segir alltaf við sjálfan sig að þetta mundi ekki gerast á Íslandi. En hvað svo? Blasir svona frétt við mér í tölvunni minni. Ég verð sorgmædd við að lesa þetta. Hvað fær stjórnvöld til að senda þennan unga mann úr landi annað en reglur. Gefið í það minnsta frest.


Látið pólverjana læra íslensku!

Er svo hjartanlega sammála Þórarni Jóhanni Jónssyni í Noregi. Látið pólverjana læra íslensku. Þegar við fjölskyldan fluttum til Danmerkur urðum við að læra dönsku/rifja upp. Börnin okkar voru sett í sérkennslu með það sama og voru farin að tala hana reiprennandi eftir 2 mánuð. Það tók okkur fullorða fólkið lengri tíma þá sérstaklega með framburð og áherslur á orðin. Errrrrrið niður í kok.

Mér dettur í hug frásögn tengdasonar míns (sjómaður)sem kom í land á Ísafirði og hafði erindi á læknavaktina. Hann vissi ekki hvar hana var að finna og var þetta eldsnemma morgunns. Hann létti mikið þegar hann mætti manni og vatt sér að honum og spurði en því miður maðurinn skildi ekki hvað um var spurt. Hann hélt áfram og öðrum manni mætti hann en fór á sama veg. Nú var engin alvara á ferðum hér en hvað ef svo hefði verið.

Sammála. Lærum af reynslu annara landa og fáum betri þjóðfélagsþegna. Pólverjanna vegna.

 


Mikið væri gaman að vera á Íslandi núna

Mikið rosalega væri gaman að vera á Íslandi núna. Verð að bíða og sjá hvort danska sjónvarpið segir frá þessum merkilega atburði.´Það er akkúrat á svona stundu sem maður er ekstra stolltur af þjóðerni sínu. Til hamingju íslendingaróg drífið ykkur í bæinn þótt hann rigni. Gerið bara eins og danski krónprinsinn og frú. Farið í regnföt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband